Driftdeild AÍH

Driftdeild AÍH (Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar) var stofnuð 2009 og er sú deild félagsins sem stækkar hvað hraðast.

Félagið stendur fyrir Íslandsmótum í Drifti.
Driftdeildin stendur fyrir æfingum alla föstudaga klukkan 19:00 á Rallykrossbrautinni í Kapelluhrauni.

Í stjórn DDA 2017-2018 sitja
Formaður - Skúli Ragnarsson s.661 3108
Gjaldkeri – Jón Bjarni Bjarnason
Ritari - Jökull Atli Harðarson

Meðstjórnendur
Kristinn Snær Sigurjónsson
Haukur Gíslason
Sigurbergur Eiríksson
Konráð Freyr Guðmarsson

Smelltu hér til að skoða AKÍS reglur fyrir Drift

Hvað er Drift?
Drift er akstursíþrótt sem gengur út á að láta bílinn reka eða renna út á hlið í gegnum fyrirfram ákveðna braut, semsagt að þvinga afturenda bílsins út á hlið með hjálp handbremsu eða afli í afturhjólum bílsins, ökumaðurinn á svo að hafa stjórn á bílnum á meðan á þessu stendur, semsagt hversu mikil gráða á afturenda verður og hversu hratt hann fer. Með það að takmarki að spóla í gegnum brautina án þess að snúa bílnum eða reka sig í uppsettar hindranir sem eru oftast keilur. Brautin saman stendur af 3-5 beygjum sem dómarar hverrar keppni ákveða í upphafi keppnisdags og fá því allir ökumenn jafna möguleika að læra á brautina. Keppnir í “drift” eru keyrðar sem útsláttakeppnir, ökumenn keyra fyrst upphitunarhringi og keyra svo eina umferð sem dæmd er og þeim raðað í röð, síðan eru þeir látinir “keyra saman” tveir og tveir á móti hverjum öðrum og slær sá aðili þann út sem stendur sig betur og hlýtur fleirri stig. Svo að lokum stendur einn uppi sem sigurvegari.
Í keppnum er ekki keppt við klukku heldur eru dómarar sem dæma keppendur meðal annars út frá hliðarskriði bílanna, hraða, nálægð við kanta eða keilur og hvernig ökumaður tengir á milli beygja með hliðarskriði. Keppt er á venjulegum götulöglegum bílum, þó hafa menn ansi frjálsar hendur í
þeim málum svo framarlega að þeir standist skoðun í skoðunarstöðvum. Bílarnir verða að vera einungis afturhjóladrifnir til að teljast löglegir í skoðun, leyfilegt er þó að keppa á fjórhjóladrifnum bílum, svo framarlega að framhjóladrif þeirra hafi verið aftengt.
Sportið á það til að teljast til fíflaskapar hjá ungum strákum sem ný eru komnir með ökuréttindi en skorum við á þá sem það telja að kíkja við hjá okkur á æfingu og komast að listinni sem felst í sportinu.