Rallycrossdeild AÍH

Rallycrossdeild AÍH var stofnuð árið 2002 og hefur síðan þá staðið fyrir keppnum og æfingum í rallycross. Félagið hefur aðsetur á Aksturssvæði AÍH og starfrækir þaðan starfsemi sína.
En hvað er Rallycross ?

Rallycross er kappakstur á bifreiðum á hringlaga braut sem er samsett úr möl ,sandi.eða leir í bland við malbik
Brautirnar eru á bilinu 800-1600metra langar og er start kaflinn ávallt malbikaður.
Fram fara tímatökur að morgni hvers keppnisdags til að ákveða rásröð keppenda í fyrsta riðli.
Keppnin skiptist í tímatökur, 3 riðla og síðast úrslit.

Ræstir eru hámark 12 bílar í einum riðli, ef það eru fleiri keppendur en 12 í flokki er þeim skipt í tvo riðla.
Skipt er í flokka eftir vélarstærðum og breytingum bílana, einnig er ungliðaflokkur þar sem unglingar 15-17 ára keppa sín á milli.

Smelltu hér til að skoða AKÍS reglur fyrir Rallycross

Flokkar:

Unglinga Flokkur.
Þar eru fjöldaframleiddir bílar með hámarks slagrými 1400cc og hámark 90 hestöfl frá framleiðanda og eru allar breytingar á vélum bannaðar.Og keyrir flokkurinn allur á sömu breidd af dekkjum, Slikkar bannaðir einnig turbo og nítrogas. Vélin verður að vera í upprunalegum vélarsal og hvalbaksbreytingar bannaðar. Einungis unglingar 15-17 ára keppa sín á milli.

Standard Flokkur.
Þar eru fjöldaframleiddir bílar með hámark 2000cc slagrými og hámark 120 hestöfl og eru með drifi á einum öxli, engar tjúningar leyfilegar, vél, drifbúnaður og fjöðrun orginal. Einungis dot merkt sumardekk leifð, slikkar bannaðir líka dot merktrir slikkar. Engar breitingar á boddý leifðar boddý verður að vera sem orginal í útlit. Þetta er hentugur flokkur fyrir þá sem eru að byrja í sportinu ásamt þeim sem koma upp úr ungl.flokki.

4X4 Krónu flokkur.
þar eru fjöldaframleiddir 4x4 bílar með hámarks slagrými að 2500cc og einnig nitro, turbo og aðrar tjúningar leyfilegt, Þar eru bifreiðar til sölu eftir keppni á ca 250þúsund.Hægt er að bjóða i bílana fyrir uppboð og er þá peningar og númer keppnistækis ásamt nafni og símanr hjá þeim sem bíður í sett í umslag og afhent keppnistjóra.

2000cc Flokkur.
Sem er fjöldaframleiddir bílar með hámark 2000cc slagrými og eru allar breytingar (tjúningar) á vélum frjálsar, Soðin drif bönnuð en læsingar leyfðar. Slikkar leyfðir. Fjöðrun frjáls. Turbo og nítró er uppreiknað með 1,3. Vélin verður að vera í upprunalegum vélarsal og hvalbaksbreytingar bannaðar. (Sjá nánar reglur AKÍS)

Opinn flokkur.
þar er svo til allt leyfilegt. Hvalbak má breyta og einnig vélar og fl. Nítró og turbo leyfilegt. Röragrindur og fl. (Sjá nánar reglur AKÍS)

Hafa skal í huga að þetta eru bara grófar lýsingar á flokkum .
Ef smíða á bíl skal styðjast við reglur AKÍS.