Staðsetning

Smelltu hér til að lesa um Félagið og sjá staðsetningu

Hér að neðan má sjá Akstursíþróttasvæði klúbbsins. neðst í hægra horninu má sjá mótorcross braut klúbbsins og svo malbiks- og malarbrautir klúbbsins í allri sinni dýrð.
996827_552241794839245_1141206438_n

Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd af nýju brautarsvæði og eru samþykktar þær framkvæmdir sem Akstursíþróttarfélag Hafnarfjarðar hefur unnið að við framtíðar íþróttarsvæði AÍH þar sem allar deildir félagsinns koma til með að getað stundað æfingar og keppnir.
Frá stofnun AÍH 2002 hefur mikil vinna verið lögð í að verða félaginu út um svæði og mannvirki sem gæti nýst fyrir allar deildir og var fyrst um sinn reynt að sameinast um eitt svæði í Kapelluhrauni með öðru félagi en það skilaði ekki árangri og því snéri AÍH frá þeim hugmyndum 2010 og sú þrautarganga sem gengin hefur verið hefur nú tekið fimm ár og hefur hún farið í gegnum ótrúlegustu hindranir. En við getum glaðst þar sem að í dag er eins og áður var nefnt fimm ára göngu þessa verkefnis komið á það stig að hægt er að fara tryggja fjármagn og skipuleggja framkvæmdir.
Teikningar og skipulag af svæðinu hafa verið unnar af G&G arkitektúr fyrir AÍH og hafa þær fengið góð ummæli frá FIA, AKÍS, MSÍ og Hafnarfjarðarbæ en á svæðinu verður ein 2620m. löng malbikuð keppnisbraut sem flokkast sem FIA grade 4. en henni verður hægt að skipta upp í tvær aðskildar brautir 1500m. og 1100m. sem hafa hvor um sig eigið þjónustusvæði.
Á austari hluta brautarinnar verður svo Drift, Rallycross og Gokart brautir á hluta hennar en á vestari hlutanum 1/8 spyrnubraut. Við hlið vestari helming brautarinnar verða svo 1500m. og 700m. motocrossbrautir.
11260644_929773383768392_5988296462204024176_n
Til að sjá enn betur hvernig svæðið mun líta út má sjá hér tölvugert myndband af svæðinu:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=vjwbsiTXoik&feature=related]