Tilkynning frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar (AÍH)

Í lok október 2016 ákvað Gunnar Hjálmarsson að stíga til hliðar sem formaður AÍH vegna anna og tók Arnar Már Pálmarsson við hlutverki formanns.

Klúbburinn þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf í þágu akstursíþrótta á Íslandi og vonar að leiðir okkar liggi saman aftur í framtíðinni, á sama tíma bjóðum við Arnar Már velkominn til starfa

Hægt er að ná sambandi við Arnar í gegnum tölvupóst – arnarmar@aihsport.is

 

552219_341861895892880_1734188202_n