Breyting meðlimagjalda fyrir 2017.

Á kynningarfundi sem haldin var 22. Desember voru kynntar breytingar á félagsgjöldum og félagsaðildum. Vonum við að þetta muni leggjast vel í félagsmenn og með auknum fríðindum hvetja nýja félaga til að ganga í félagið.
Auk þess munu allar skráningar fara fram inn á heimasíðu félagsins: aihsport.is í netverslun þar og öll félagsskírteini munu berast í pósti en ekki vera afhent á staðnum eins og hefur verið. 2016 var mjög vel heppnað ár hjá félaginu og 2017 stefnir í að vera ennþá betra.

 
Hér má sjá umræddar breytingar á félagsgjöldum:

Félagsgjöld 2017

Almenn félagsaðild:
2.000.- kr. ársgjald.
50% afsláttur á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill frá Skeljungi og Orkunni.
Afslættir hjá samstarfsaðilum AÍH.

Æfinga og keppnisaðild:
6.000.- kr. ársgjald.
1.000.- kr. að keyra á æfingum*.
50% afsláttur á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill frá Skeljungi og Orkunni.
Afslættir hjá samstarfsaðilum AÍH.

Stjörnu félagsaðild:
10.000.- kr. ársgjald.
FRÍTT að keyra á æfingum*.
FRÍTT á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill hjá Skeljungi og Orkunni.

Fjölskylduaðild:
15.000.- kr. ársgjald.
FRÍTT á æfingar fyrir handhafa félagsskírteinis*.
FRÍTT á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess fyrir korthafa félagsskírteinis, maka og tvö börn undir 16 ára gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill frá Skeljungi og Orkunni.
Afslættir hjá samstarfsaðilum AÍH.

Æfingar án félagsaðildar:
3.000.- kr. fyrir hverja æfingu.
*Æfingar í rallycross braut eru ekki fríar.
Birt með fyrirvara um samþykki á aðalfundi félagsins 2017.