Skráningar á fullu í tvær komandi keppnir á vegum AÍH.

Líkt og flestir vita er mótorsportsumarið á Íslandi komið á fullt með tilheyrandi keppnishaldi. Næst á dagskrá eru tvær keppnir hjá AÍH er það 2. umferð í Íslandsmeistaramótinu í Rallycross, skráningu og frekari upplýsingar er að finna hér. En er sú keppni á dagskrá 21. Maí næstkomandi. Viku seinna eða sunnudaginn 28. Maí er svo fyrsta umferð í Íslandsmeistaramótinu í Drift, eða BJB-Federal Driftið. Skráningu í þá keppni sem og frekari upplýsingar má finna hér. Viðburði má einnig finna á Facebook síðu félagsins og deildanna.

Mynd frá keppni 24. Apríl 2009, Opinn flokkur

Driftdeild AÍH