Akstursíþróttamaður ársins annað árið í röð og Íslandsmeistarar félagsins

Fyrir skemmstu veitti Akstursíþróttasamband Íslands(AKÍS) Íslands- og bikarmeistara titla sína auk þessa að veita nafnbótina Akstursíþróttamaður ásins, bæði í karla og kvenna flokki.
Alls hlutu 7 félagsmenn AÍH Íslandsmeistara titla, titlarnir voru eftirfarandi:
Íslandsmeistarar AÍH 2017
Grein Nafn
Drift – Götubílaflokkur Alexander Sigurðsson
Drift – Minni götubílar Jökull Atli Harðarson
Go-Kart Ragnar Skúlason
Rally – Aðstoðarökumenn heildin Anton Líndal
Rally – Ökumenn heildin Fylkir A. Jónsson
Rallycross – 4WD króna Trausti Guðfinnsson
Rallycross – Unglingaflokkur Arnar Freyr Viðarsson
Torfæra – Götubílar Ragnar Skúlason

En auk þess að hljóta 2 íslandsmeistara titla í sitthvorri greinini hlaut Ragnar Skúlason nafnbótina Aksutsíþróttamaður ársins karla, þetta er því annað árið í röð sem titilinn endar hjá félagsmanni AÍH.
smá samantekt um Ragnar:
Ragnar er þekkt nafn í mótorsporti hér á landi. Hann byrjaði að keppa í Torfæru um 1990 á Galdragul og á allnokkra Íslandsmeistaratitla frá þeim tíma.
Ragnar er útnefndur akstursíþróttamaður ársins 2017 fyrir frábæran árangur í sumar. Ragnar náði Íslandsmeistaratitli í tveimur greinum á þessu keppnistímabili. Ragnar hefur verið aðaldriffjöðurin í GoKart undanfarin ár og hann varði Íslandsmeistaratitilinn í GoKart. Auk þess náði hann Íslandsmeistaratitli í Götubílaflokki Torfæru þrátt fyrir að hafa tekið langt hlé og ekki keppt í torfæru í mörg ár.

Við hjá AÍH erum himinlifandi með árangur okkar manna og um leið og við segjum innilega til hamingju með árangurinn og takk kærlega fyrir sumarið, hlökkum við mikið til komandi sumars.
Ragnar Skúlason í torfærukeppni
Ragnar Skúlason í Go kart keppni
Alexander Sigurðsson og Jökull Atli Harðarson , íslandsmeistara í drift 2017Fylkir A. Jónsson og Anton LíndalAkstursíþróttamaður ársins - Ragnar Skúlason AÍH til vinstriRagnar Skúlason Íslandmeistari í go kart
Trausti Guðfinnson og Arnar Freyr ViðarssonRagnar Skúlason íslandsmeistari í götubílaflokk Torfæru