TILKYNNING VEGNA SAMSTARFS AÍH OG BJB

FRESTUR FRAMLENGDUR TIL 13. FEBRÚAR

Sælir ágætu félagsmenn.
BJB er aðalstyrktaraðili AÍH og styrkir AÍH með rausnarlegu fjárframlagi árið 2018, nú eru uppi hugmyndir að endurnýja samstarfssamninginn til ársins 2020.
Grundvöllur samstarfsins liggur í þátttöku félagsmanna í árlegri dekkjapöntun BJB og er því mikilvægt að pantanir vegna dekkjakaupa berist tímanlega.
FRESTUR TIL AÐ PANTA DEKK Á SÉRKJÖRUM ER TIL 13. FEBRÚAR 2018.
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar metur samstarfið við BJB til mikils og hvetur því alla félagsmenn að nýta sér þau frábæru kjör sem BJB býður uppá.
En þeir sem taka meira magn njóta betra verðs en þeir sem kaupa minna.
BJB gefur tilboð í allar stærðir sem í boði eru frá Federal. Listinn að neðan eru bara verðdæmi svo menn hafi hugmynd um þau kjör sem okkur standa til boða að þessu sinni.

Verðdæmi:
FZ-101 (DOT merkt)
Tilboð gerð samkvæmt beiðni, allar upplýsingar um stærðir sem eru hér að neðan.
Verðdæmi pr/stk.
195/50 ZR15 82W 19.650kr
225/45 ZR17 91W 23.450kr
245/40 ZR18 93Y 26.850kr

595RS-RR
Verðdæmi pr/stk.
205/50 ZR15 89W XL 10.828kr
215/45 ZR17 87W 11.794kr
225/45 ZR17 94W 11.980kr
235/40 R18 91W 14.950kr
255/35 ZR18 94W 16.800kr

595 SS:
205/50 ZR16 87W 7.421kr
205/45 R17 84V 7.567kr
215/45 R17 87V 7.932kr
225/45 R17 91V 7.680kr
215/40 ZR18 85W 9.671kr
225/40 ZR18 88W 8.560kr
235/40 ZR18 91W 10.190kr
255/35 ZR18 90W 10.105kr
265/35 ZR18 90W 11.850kr

Evoluzion ST-1:
215/45 ZR17 91Y XL 9.690kr
225/45 ZR17 94Y XL 9.790kr
245/45 ZR17 97Y XL 11.220kr
225/40 ZR18 92Y XL 11.590kr
265/40 ZR18 101Y XL 14.530kr

595 RPM:
Tilboð gerð samkvæmt beiðni, allar upplýsingar um stærðir eru á (http://www.federaltire.com/en/products.php?class=UHP)

595 EVO:
Tilboð gerð samkvæmt beiðni, allar upplýsingar um stærðir eru á (http://www.federaltire.com/en/products.php?class=UHP)

Eitthvað smávegis er til frá því í fyrra af bæði 595 RS-R og RS-RR sem verður selt á sama verði og gefið var upp í fyrra. RS-R er ekki lengur í boði frá Federal og hefur RS-RR komið í staðin.

Eins og í fyrra verður krafist 25% innborgunar á pantanir og þurfa þær að berast fyrir 13.02.2018 Einungis verður tekið við pöntunum gegnum tölvupóst með kennitölu til piero@bjb.is .
Sá sem pantar greiðir og er pöntunin sett á kennitölu þess sem póstinn sendir.
Verði pantanir ekki sóttar innan 3 vikna eftir að tilkynning um að vörur séu tilbúnar til afhendingar hafa verið sendar út, eða lokagreiðsla ekki borist. Þá gengur sú innborgun uppí ósóttar vörur gegn áföllum kostnaði.
Við viljum benda keppendum í Rallycross á að BJB býður upp á sambærileg dekk frá Federal (FZ-201) og Toyo R-888 (verðdæmi á FZ-201 stærð: 195/50 R15, 19.422kr)
Rétt er að taka fram að BJB getur einnig boðið Gokart dekk frá Apex eins og í fyrra og biðjum þá sem þess óska að senda okkur línu, verðið hefur hugsanalega hækkað lítillega frá í fyrra (settið var á 12.000kr)
Skráningar í félagið fara fram á http://aihsport.is/product/felagsadildir/