Netverslunin hefur verið tekin í gagnið.

Frá og með miðvikudeginum 11. Janúar hefur Akstursíþróttafélag Hafnafjarðar tekið í notkun glænýja netverslun sem má nálgast hér á síðunni. smellið hér til að skoða netverslunina eða smelltu hér til að skoða mismunandi félagsaðildir og hvað þær fela í sér . Allar ábendingar og kvartanir eru vel þegnar og má senda þær á sigurdurg(hjá)aihsport.is . Vonandi mun þetta einfalda skráningaferlið til muna.

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Breyting meðlimagjalda fyrir 2017.

Á kynningarfundi sem haldin var 22. Desember voru kynntar breytingar á félagsgjöldum og félagsaðildum. Vonum við að þetta muni leggjast vel í félagsmenn og með auknum fríðindum hvetja nýja félaga til að ganga í félagið.
Auk þess munu allar skráningar fara fram inn á heimasíðu félagsins: aihsport.is í netverslun þar og öll félagsskírteini munu berast í pósti en ekki vera afhent á staðnum eins og hefur verið. 2016 var mjög vel heppnað ár hjá félaginu og 2017 stefnir í að vera ennþá betra.

 
Hér má sjá umræddar breytingar á félagsgjöldum:

Félagsgjöld 2017

Almenn félagsaðild:
2.000.- kr. ársgjald.
50% afsláttur á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill frá Skeljungi og Orkunni.
Afslættir hjá samstarfsaðilum AÍH.

Æfinga og keppnisaðild:
6.000.- kr. ársgjald.
1.000.- kr. að keyra á æfingum*.
50% afsláttur á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill frá Skeljungi og Orkunni.
Afslættir hjá samstarfsaðilum AÍH.

Stjörnu félagsaðild:
10.000.- kr. ársgjald.
FRÍTT að keyra á æfingum*.
FRÍTT á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill hjá Skeljungi og Orkunni.

Fjölskylduaðild:
15.000.- kr. ársgjald.
FRÍTT á æfingar fyrir handhafa félagsskírteinis*.
FRÍTT á keppnir og viðburði AÍH og deilda þess fyrir korthafa félagsskírteinis, maka og tvö börn undir 16 ára gegn framvísun félagsskírteinis.
Dælulykill frá Skeljungi og Orkunni.
Afslættir hjá samstarfsaðilum AÍH.

Æfingar án félagsaðildar:
3.000.- kr. fyrir hverja æfingu.
*Æfingar í rallycross braut eru ekki fríar.
Birt með fyrirvara um samþykki á aðalfundi félagsins 2017.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Frumsýning – Rallý á Íslandi í 40 ár

Frumsýning á heimildarmynd um 40 ára sögu rallsins á Íslandi verður sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 10. Desember kl. 8. Miðaverð er 2000 kr. en í forsölu fæst miðinn á 1500 kr.
Miðasalan fer ekki fram í gegnum Bíó Paradís svo til að komast á gestalista vinsamlegast leggið 1500 kr. inná:
Reikningsnúmer: 544-26-60881
Kennitala: 240993-2879
Sendið staðfestingu á bragithordar@gmail.com og hann lætur ykkur vita að þið séuð komin á gestalista.

 

Ýtið hér til að nálgast viðburðinn á Facebook

 

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Vetrarstarf og vinnudagar

Nú þegar skipulögðu sumarstarfi er lokið og deildir félagsins komnar í dvala fer vetrarstarf félagsins á fullt. 13. og 26. nóvember síðastliðna voru haldnir vinnudagar á svæðinu og var markmið þeirra að parketleggja salinn í félagshúsnæðinu okkar. Það gekk vonum framar og er salurinn orðinn ansi flottur. En þó er ekki verkefnum lokið og lögðu þessir tveir dagar grunninn að góðu starfi sem við munum halda til haga í vetur. Auk vinnudaga er planið að hafa félagsfundi og viljum við því biðja ykkur að hafa augun opin fyrir spennandi viðburðum í vetur!
Við þökkum kærlega öllum félagsmönnum sem hafa aðstoðað okkur í vinnunni og hlökkum við til viðburðarríks vetrar með ykkur.

14990887_1345701658773615_1334821535219118033_o 14991798_1345701628773618_6690059049043433781_n 14993376_1345701682106946_7486486389408589371_n 15032148_1345701625440285_671281419981607481_n 15078592_1345701675440280_1117192884850333766_n 15078633_1345701738773607_1353342213267544196_n 15085494_1345701708773610_616239058906022712_n 15095579_1345701785440269_4439485204997766595_n

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur Driftdeildar AÍH.

Laugardaginn 12 Nóvember fór fram aðalfundur Driftdeildar AÍH í félagsheimili AÍH við Krýsuvíkurveg.
Mörg mál voru rædd og farið yfir komandi sumar auk þess sem liðið sumar var gert upp.

Stjórn 2016-2017:
Formaður: Sigurður Gunnar Sigurðsson
Ritari: Skúli Ragnarsson
Gjaldkeri: Jón Bjarni Bjarnason
Meðstjórnendur:
Haukur Gíslason
Kristinn Snær Sigurjónsson
Sigurbergur Eiríksson
Guðmundur Búi Þorfinnsson
Snæþór Ingi Jósepsson
Fjóla Dóra Sæmundsdóttir

Þökkum kærlega fyrir komuna og hvetjum ykkur til að vera í sambandi ef það er eitthvað. Auk þess að fylgjast vel með komandi vikur og mánuði enda mikið í bígerð!

fundur

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur rallycrossdeildar AÍH

Í kvöld verður haldinn aðalfundur rallycrossdeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Fundurinn er haldinn í félagshúsi AÍH og hefst klukkan 19:00

 

Við hvetjum alla til þess að mæta og taka þátt í félagsstarfi rallycrossdeildarinnar.

 

Mynd frá keppni 16. Júlí 2011, 2000 flokkur

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Akstursíþróttamaður ársins og Íslandsmeistarar

Í gær fór fram verðlaunaafhending Akstursíþróttasamband Íslands á Íslandsmeisturum og Akstursíþróttamönnum ársins,

Íslandsmeistarar úr röðum AÍH eru:

Íslandsmeistari 2016 Drift
Aron Jarl Hillers
Íslandsmeistari 2016 Go-Kart
Ragnar Skúlason
Íslandsmeistari 2016 Rallycross – 4WD króna
Kristinn Sveinsson
Íslandsmeistari 2016 Rallycross – Unglingaflokkur
Arnar Freyr Viðarsson

Akstursíþróttamaður ársins 2016 – Karlar
Aron Jarl Hillers – AÍH

Við erum ótrúlega stolt af okkar félagsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn í sumar og hlökkum mikið til næsta sumars!

screen-shot-2016-11-06-at-14-02-03

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Tilkynning frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar (AÍH)

Í lok október 2016 ákvað Gunnar Hjálmarsson að stíga til hliðar sem formaður AÍH vegna anna og tók Arnar Már Pálmarsson við hlutverki formanns.

Klúbburinn þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf í þágu akstursíþrótta á Íslandi og vonar að leiðir okkar liggi saman aftur í framtíðinni, á sama tíma bjóðum við Arnar Már velkominn til starfa

Hægt er að ná sambandi við Arnar í gegnum tölvupóst – arnarmar@aihsport.is

 

552219_341861895892880_1734188202_n

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Vinnudagur á svæði klúbbsins sunnudaginn 13.nóv 2016

Nú er nóg að gera á brautinni okkar og því viljum við fá sem flesta til að hjálpa okkur á vinnudögum sem við ætlum að hafa mánaðarlega í allan vetur.
Fyrsti vinnudagurinn verður haldinn sunnudaginn 13. nóvember.
Mæting er klukkan 10:00

Verkefni sem við stefnum á að ganga í á þessum fyrsta vinnudegi vetrarins eru:
• Að mála ruslagáminn
• Að parketleggja félagshúsið

Léttar veitingar í boði fyrir þá sem mæta og hjálpa til.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta

Hér má sjá viðburðinn á Facebook

552219_341861895892880_1734188202_n

 

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Rallýcross

Halda áfram að lesa
Slökkt á athugasemdum við Rallýcross