Lög og Reglur AÍH

LÖG OG REGLUR AÍH

1. Nafn, heimili, tilgangur.

 

1.1. Félagið heitir Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar.

1.2. Heimili og varnarþing þess er í Hafnarfirði.

1.3. Félagið er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og sérsamböndum þess og Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar (ÍBH) og sérráðum þess, eftir því sem við á hverju sinni og er háð lögum þessara samtaka og ákvörðunum.

1.4. Tilgangur félagsins er:

1.4.1. Að vinna að uppbyggingu akstursíþrótta í Hafnarfirði

1.4.2. Að iðka akstursíþróttir sem er einn af megintilgangi félagsins

1.4.3. Félagar geta þeir orðið sem æskja þess.

 

2. Stjórn.

 

2.1.

1.       Stjórn félagsins skal skipuð sex aðilum auk tveggja varamanna

2.       Stjórnin skiptist í formann,  varaformann, gjaldkera og meðstjórnendur.

3.       Stjórn er heimilt að skipta með sér verkum.

4.       Kosið skal í stjórn sérstaklega um hverja stöðu

5.       Formann skal kjósa til þriggja ára í senn

6.       Gjaldkera skal kjósa til tveggja ára í senn

7.       Varaformann skal kjósa til tveggja ára í senn

8.       Meðstjórnendur skal kjósa í eitt ár í senn

9.       Varamenn í stjórn skal kjósa tile ins árs í senn

 

2.2. Málefnum félagsins er stjórnað af:

2.2.1. Aðalfundi félagsins,

2.2.2. Aðalstjórn félagsins,

 

 

3. Aðalfundur.

 

3.1. Aðalfundur félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess.

3.2. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. 18 ára og eldri eru kjörgengir til stjórnarstarfa og hafa tillögurétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins.

3.3. Aðalfund skal halda í febrúar mánuði ár hver. Boða skal til aðalfundar með minnst 30 daga fyrirvara með auglýsingu eða tilkynningu á vefsvæðum íþróttadeilda og félagsins.

 

3.4. Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi, skulu vera tilkynnt stjórn félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn.

3.5. Stjórn félagsins skal tilkynna dagskrá aðalfundar viku fyrir fundinn.

3.6. Aðalfundur er löglegur, ef löglega hefur verið til hans boðað.

3.7. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis eftirtaldir:

3.7.1. Allir aðalmenn og varamenn í aðalstjórn félagsins

3.8. Kjörgengir fulltrúar á aðalfundi skulu vera skuldlausir við félagið, 18 ára og eldri.

 

4. Aukaaðalfundur.

 

4.1. Aukaaðalfund má halda, ef nauðsyn krefur eða ef 1/3 hluti aðila/félaga óskar þess.

4.2. Alla boðunar- og tilkynningarfresti til aukaaðalfundar má hafa helmingi styttri en til reglulegs aðalfundar.

4.3. Fulltrúar á aukaaðalfundi eru þeir sömu og voru á næsta reglulegum aðalfundi á undan og gilda sömu kjörbréf, nema einhver hafi látist eða sé veikur.

4.4. Á aukaaðalfundi má ekki gera lagabreytingar og aðeins kjósa bráðabirgðastjórn

4.5. Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund.

 

5. Dagskrá aðalfundar.

 

5.1. Aðalfundur. (helstu störf/dagskrá).

5.2. Setning.

5.3. Kosnir fastir starfsmenn.

5.4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.

5.5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs.

5.6. Umræða um skýrslur, afgreiðsla reikninga.

5.7. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

5.8. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum.

5.9. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.

5.10. Þinghlé.

5.11. Nefndaálit og atkvæðagreiðslur um tillögur.

5.12. Kosning stjórnar.

5.13. Önnur mál.

5.14. Fundargerð lesin.

5.15. Fundarslit.

 

6. Önnur ákvæði um aðalfund.

 

6.1. Kosningar skulu vera leynilegar.

6.2. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn, en þó skulu þeir ekki sitja lengur en fjögur ár í senn.

6.3. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða.

6.4. Lögum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra félaga.

6.5. Fundur/þing getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram eftir að dagskrá þingsins var send út.

 

7. Stjórn félagsins.

 

7.1. Aðalstjórn skal skipuð 6 einstaklingum, formanni, varaformanni,  gjaldkera og meðstjórnanda. Skulu þeir kjörnir á aðalfundi félagsins. Formaður skal kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.

7.2. Í varastjórn skulu kosnir 2 menn.

7.3. Formaður boðar til funda í aðalstjórn, þegar hann telur nauðsynlegt, eða ef 2 stjórnarmenn óska þess. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á fundum aðalstjórnar.

 

8. Starfssvið stjórnar.

 

8.1. Aðalstjórn félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir öllum eignum félagsins og markar stefnu þess í aðalatriðum. Aðalstjórn skal skipa alla trúnaðarmenn félagsins aðra en fulltrúa í sérráð ÍBH, fulltrúa á aðalfundi sérráða ÍBH og ársþing sérsambanda ÍSÍ.

8.2. Kaup og sala fasteigna félagsins er bundin samþykki 5 af 6 stjórnarmönnum aðalstjórnar. Ef stjórnarmaður forfallast skal kalla inn fyrsta varamann við slíkar kosningar.

8.3. Aðalstjórn er heimil að ráðstafa eigum félagsins við hlutafélag til uppbyggingar á íþróttasvæði. Eignarhluti félagsins má ekki fara undir 51% í hlutafélaginu.

8.4. Aðalstjórn félagsins ber ábyrgð á fjárhad félagsins í heild.

 

9. Íþróttadeildir, verkefni

 

9.1. Innan félagsins geta starfað sjálfstæðar íþrótta- eða félagsdeildir, sem annast nánar tilgreindan hóp iðkenda. Innan deilda er heimilt að skipa í ráð sem annast tiltekna hluta starfsins, svo sem barna og unglingaflokksráð og meistaraflokksráð. Stjórn deildar skipar í ráð, en eftir atvikum í samráði við aðra sem málið varðar. Deildum og ráðum er óheimilt að stofna til fjárhagslegra skuldbindinga. Öll fjármálaumsýsla deilda skal fara fram á vegum aðalstjórnar eða eftir atvikum rekstrarfélögum.

 

Stjórnir íþróttadeilda skulu einnig hafa samráð við aðalstjórn og fá samþykki hennar til heimboða erlenda flokka og fyrir utanferðum á vegum félagsins.

9.2. Hver íþróttadeild skal halda gjörðabók um keppnir og annað markvert, sem fram fer innan deildarinnar. Í lok hvers starfsárs skal það sem markverðast er dregið saman og tekið upp í sameiginlegri skýrslu félagsins.

9.3. Engin fjárútlát eru heimil án skriflegrar beiðni frá gjaldkera aðalstjórnar AÍH.

 

 

10. Stofnun nýrra íþróttadeilda.

 

12.1. Komi fram óskir meðal félagsmanna um stofnun nýrra íþróttadeilda innan félagsins, skal aðalstjórn félagsins taka þær til athugunnar og leggja þær fyrir næsta aðalfund félagsins. Samþykki aðalfundur stofnun nýrrar íþróttadeildar, skal aðalstjórn félagsins sjá um undurbúning að stofnfundi samkvæmd ákvæðum laga þessara um aðalfundi íþróttadeilda.

 

13. Félagatal.

 

13.1. Félagið  skal halda skrá yfir félagsmenn deildarinnar.

 

14. Félagar.

 

14.1. Meðlimir félagsins eru:

14.1.1. Heiðurfélagar, sbr 14. grein,1.5.2

14.1.2. Ævifélagar,

14.1.3. Virkir félagar í íþróttadeildum,

14.1.4. Aðrir félagar, skráðir hjá aðalstjórn.

14.1.4.1. Stórfélagar, skráðir hjá aðalstjórn

14.1.5. Heiðurs og stórfélagar.

14.1.5.1. Heimilt er að kjósa heiðursfélaga félagsins, og skal tillaga þar um hafa hlotið samþykki aðalfundar eða aukaaðalfundar með atkvæðum 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna.

14.1.5.2. Heiðursfélagar skulu aldrei vera fleiri en 10 samtímis og skulu hafa náð 45 ára aldri. Heiður þessi er sá æðsti sem félagið veitir.

14.1.5.3. Stórfélagar er sá aðili sem hefur stuðlað að verulegri uppbyggingu eða veitt félaginu mikinn stuðning og getur aðalstjórn, með meirihluta atkvæða, veitt viðkomandi stórfélagsaðild.

 

15. Félags- og æfingagjöld.

 

15.1. Aðalfundur félagsins ákveður lágmarks félagsgjald.

15.2. Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda.

15.3. Ævifélagar greiða til félagsins samkvæmt sérstakri ákvörðun aðalstjórnar.

15.4. Stórfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda í 10 ár.

15.5. Stjórn AÍH ákveður upphæð félagsgjalda og æfingagjalda virkra félaga og annast innheimtu þeirra.

15.6. Þeir sem hafa greitt félagsgjöld yfirstandandi árs eru fullgildir félagar.

 

16. Leggja félag niður.

 

16.1. Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi.

16.2. Til samþykktar þarf minnst 3/4 hluta atkvæða.

16.3. Sé félagið lagt niður skulu allar eignir þess varðveittar af Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar.

 

17. Önnur ákvæði

17.1. Um þau atriði, sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ (eins og á við).