rallyCross Deild

Rallycrossdeild AÍH var stofnuð árið 2002 og hefur síðan þá staðið fyrir keppnum og æfingum í rallycross. Félagið hefur aðsetur á Aksturssvæði AÍH og starfrækir þaðan starfsemi sína.

En hvað er Rallycross ?

Rallycross er kappakstur á bifreiðum á hringlaga braut sem er samsett úr möl ,sandi.eða leir í bland við malbik

Fram fara tímatökur að morgni hvers keppnisdags til að ákveða rásröð keppenda í fyrsta riðli.

Keppnin skiptist í tímatökur, 3 riðla og síðast úrslit.

Ræstir eru hámark 12 bílar í einum riðli en einungis 8 bílar í unglingaflokk, ef það eru fleiri keppendur í flokki er þeim skipt í tvo riðla.

Flokkar:

Unglingaflokkur.

 • Er fyrir unglinga sem verða 15 ára á árinu og geta verið i honum til 17 ára aldurs
 • Ökutæki með drif á einum öxli og vél með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum og hámark 75 hestöfl. Slagrými og hestöfl uppgefin af framleiðanda gilda
 • Sjá GREIN 6.7
 • http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/12/Rallycross-reglur-2021.pdf

Standard 1000 Flokkur.

 • Ökutæki með drif á einum öxli og vél með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum.
 • Slagrými uppgefin af framleiðanda gilda. Ef ökutæki er upprunalega með turbo skal rúmtak vélar uppreiknast með stuðlinum 1,7.
 • Lágmarksþyngd á ráslínu með ökumanni er 850 kílógrömm.
 • Hámarksþyngd er 1300 kílógrömm.
 • Upprunalegu útliti skal halda, það er, stuðurum, grilli, hurðum ofl.
 • Brettin skulu hylja alla hjólbreiddina.
 • Burðarvirki skal vera óbreytt á milli fram og aftur demparaturna.
 • Þetta er hentugur flokkur fyrir þá sem eru að byrja í sportinu ásamt þeim sem koma upp úr ungl.flokki.
 • Sjá GREIN 6.2
 • http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/12/Rallycross-reglur-2021.pdf

1400 flokkur

 • Ökutæki með drif á einum öxli, slagrými vélar undir 1450 rúmsentimetrum og hámark 100 hestöfl.
 • Slagrými og hestöfl uppgefin af framleiðanda gilda.
 • Turbo og nitro er bannað.
 • Lágmarksþyngd á ráslínu með ökumanni er 1000 kílógrömm.
 • Hámarksþyngd er 1300 kílógrömm.
 • Upprunalegu útliti skal halda, það er, stuðurum, grilli, hurðum ofl.Brettin skulu hylja alla hjólbreiddina
 • Sjá GREIN 6.3
 • http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/12/Rallycross-reglur-2021.pdf

4WD NON TURBO

 • Ökutæki með drif á tveimur öxlum og vél með slagrými undir 2500 rúmsentimetrum.
 • Slagrými uppgefið af framleiðanda vélar gildir.
 • Ökutæki skal vera framleitt orginal/upprunalega 4X4 af framleiðanda.
 • Vélbúnaður og drifrás skal vera frá sama framleiðanda og bifreið.
 • Hámarksþyngd 1450 kílógrömm.
 • Upprunalegu útliti skal halda, það er, stuðurum, grilli, hurðum ofl.
 • Sjá GREIN 6.5
 • http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/12/Rallycross-reglur-2021.pdf

2000cc Flokkur.

 • Ökutæki með drif á einum öxli og vél með slagrými undir 2080 rúmsentimetrum.
 • Slagrými uppgefið af framleiðanda vélar gildir.
 • Turbo, nitro eða aðrir aflgjafar margfalda 1,3 við rúmcentimetra véla. Dæmi: 1600ccm x 1,3 = 2080ccm.
 • Slagrými Wankel vélar uppreiknast með stuðlinum 1,3 við flokkun ökutækisins.
 • Hámarksþyngd er 1300 kílógrömm.
 • Upprunalegu útliti skal halda, það er, stuðurum, grilli, hurðum ofl.
 • Brettin skulu hylja alla hjólbreiddina.
 • Engir aukahlutir eru leyfilegir utan á ökutækinu nema brettaútvíkkanir sem má skrúfa eða punktsjóða á yfirbygginguna
 • Sjá GREIN 6.4
 • http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/12/Rallycross-reglur-2021.pdf

Opinn flokkur.

 • Ökutæki sem vega allt að 1500 kg á ráslínu með ökumanni.
 • Sérsmíðuð ökutæki falla í þennan flokk.
 • Allar breytingar á ökutækinu eru leyfilegar svo framarlega sem þær standast þessar flokksreglur og öryggiskröfur.
 • Krumpusvæði fyrir framan demparaturna að framan og aftur fyrir turna að aftan verða að vera óbreytt nema breytingarnar teljist sambærilegar upprunalegri högun og séu gerðar með plötuefni með hámarks þykkt 1,5 millimetrar. Þetta á einnig við um vatnskassabita og framstykki
 • Sjá GREIN 6.6
 • http://www.akis.is/wp-content/uploads/2020/12/Rallycross-reglur-2021.pdf

Hafa skal í huga að þetta eru bara grófar lýsingar á flokkum .

Ef smíða á bíl skal styðjast við reglur AKÍS.