Skilmálar


Almennt:
Akstursíþróttafélag Hafnafjarðar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Pöntunum er eytt ef þær eru ekki greiddar innan 10 daga.
Vefsíða þessi birtir stærstan hluta úr vöruúrvali Akstursíþróttafélag Hafnafjarðar þó það sé ekki tæmandi. Tilgangur vefsíðunnar er að veita viðskiptavinum upplýsingar um vörur og bjóða þeim að versla vörurnar hvar og hvenær sem er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um myndbrengl og villur í texta.

Afhending vöru:
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Varan verður send í pósti til viðtakanda nema þess sé sérstaklega óskað að hún verði sótt. Varan er send innan 4 virkra daga frá því að gengið hefur verið frá greiðslu.

 

Verð, skattar og gjöld:
Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með 25,5% VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Póstlisti:
Tölvupóstföng þeirra sem versla á síðunni eru skráð í póstlista. viðtakendur geta svo skráð sig af honum.

Vöruskil á ógölluðum vörum:

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta (kreditreikningur) eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan gildir í eitt ár frá útgáfudegi og er gild við almenn vörukaup nema á útsöluvörum eða vörum á sértilboði. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Þetta á ekki við félagsskírteini.

Skilmálar þessir eru verslunarskilmálar Akstursíþróttafélag Hafnafjarðar og tóku gildi þann 9.janúar 2017. Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar (kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda (Akstursíþróttafélag Hafnafjarðar)