Velkominn á Heimasíðu

AkstursÍþróttafélags Hafnarfjarðar ​

Um AÍH

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar eða AÍH var stofnað árið 2002 utan um þrjár gerðir af mótorsporti en það var Motocross, Rallycross og Go kart og varð félagið deildarskipt. Seinna kom Drift inn sem deild. Í dag eru starfandi fjórar deildir í félaginu og iðka sport sitt á brautum AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.

Stjórn AÍH 2024-2025

Formaður:
Linda Dögg Jóhannsdóttir 696-2520
Varaformaður:
Ari Halldór Hjaltason
Gjaldkeri:
Jökull Ýmir Guðmundsson
Meðstjórnendur:
Hanna Rún Ragnarsdóttir          Arnar Ísfeld Birgisson 
Varastjórn
Magnús Óskarsson     Jakob Pálsson   
Ungmennaráð
 

Deildir AÍH

Drift

Þessi deild var stofnuð árið 2009 . Félagið stendur fyrir Íslandsmótum í Drifti. Driftdeildin stendur fyrir æfingum á föstudagskvöldum á braut AÍH

Gokart

Deildin var stofnuð árið 2010 og verið er að endurreisa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Deildin stendur fyrir æfingum á sumrin á braut AÍH

Rallycross

Rallycrossdeild AÍH var stofnuð árið 2002 og hefur síðan þá staðið fyrir keppnum og æfingum í rallycross. Félagið hefur aðsetur á Aksturssvæði AÍH og starfrækir þaðan starfsemi sína.

Gerast Félagsmeðlimur

Félagsaðild er fyrir alla sem vilja vera meðlimir AÍH, hún gildir einnig sem keppendaaðild sem er nauðsynleg fyrir þá sem vilja keppa undir merkjum AÍH

     Verðskrá AÍH lýtur svona út

  •  0,- kr Félagasaðild 17 ára og yngri (Unglingaflokkur).
  • 5.000,-kr Félagsaðild fyrir alla aðra 
  • 3.500,-kr fyrir staka æfingu ef þú ert með félagsaðild
  • 5.000,-kr fyrir staka æfingu aðra en félaga AÍH
  • 25.000,-kr fyrir 10 skipta klippikort fyrir  félaga AÍH

Staðsetning AÍH